Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2022 06:30 Guðni var ánægður eftir flugið og hafði orð á því að minni læti væru í rafmagnsvélinni en öðrum sambærilegum vélum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vísir/Arnar Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar
Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33