KSÍ auglýsir loks eftir manni í stað Arnars Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:08 Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt tveimur stórum störfum fyrir KSÍ síðustu misseri. vísir/vilhelm Nú þegar tuttugu mánuðir hafa liðið þar sem Arnar Þór Viðarsson hefur verið bæði þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ hefur síðarnefnda starfið verið auglýst laust til umsóknar. Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira