„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2022 08:24 Árásin átti sér stað á Blönduósi aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Vísir/Helena Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. „Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá börnum hjónanna Evu Hrundar Pétursdóttur og Kára Kárasonar sem urðu fyrir skotárás manns aðfaranótt sunnudagsins þar sem Eva Hrund lést og Kári særðist alvarlega. Undir yfirlýsinguna rita börnin Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lífið breyst til frambúðar Í yfirlýsingu barnanna segir að líf þeirra hafi breyst til frambúðar á sunnudaginn og verði aldrei aftur eins. „Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Mikilvægast að faðirinn nái heilsu á ný Þau biðla svo til fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra, fjölskyldu og heimilis. Þau þurfi frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður sína og hlúa að föður sínum. „Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það,“ segir í yfirlýsingunni. Lesa má yfirlýsinguna frá börnum hjónanna í heild sinni að neðan: Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Rannsókn miðar vel Fram kom í yfirlýsingu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær að rannsókn málsins miði vel, en meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát árásarmannsins bar að og er talið að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós. Árásarmaðurinn, Brynjar Þór Guðmundsson, var látinn þegar lögreglu bar að garði á sunnudaginn og var tvennt handtekið á vettvangi – sonur hjónanna, Hilmar Þór, og unnusta hans. Þeim var svo sleppt samdægurs að loknum skýrslutökum. Samkvæmt heimildum fréttastofu yfirbugaði Hilmar Þór vopnaðan skotárasarmanninn með þeim afleiðingum að hann lést. Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23. ágúst 2022 06:37 Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22. ágúst 2022 18:38 Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá börnum hjónanna Evu Hrundar Pétursdóttur og Kára Kárasonar sem urðu fyrir skotárás manns aðfaranótt sunnudagsins þar sem Eva Hrund lést og Kári særðist alvarlega. Undir yfirlýsinguna rita börnin Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lífið breyst til frambúðar Í yfirlýsingu barnanna segir að líf þeirra hafi breyst til frambúðar á sunnudaginn og verði aldrei aftur eins. „Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja.“ Mikilvægast að faðirinn nái heilsu á ný Þau biðla svo til fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra, fjölskyldu og heimilis. Þau þurfi frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður sína og hlúa að föður sínum. „Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það,“ segir í yfirlýsingunni. Lesa má yfirlýsinguna frá börnum hjónanna í heild sinni að neðan: Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Rannsókn miðar vel Fram kom í yfirlýsingu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær að rannsókn málsins miði vel, en meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát árásarmannsins bar að og er talið að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós. Árásarmaðurinn, Brynjar Þór Guðmundsson, var látinn þegar lögreglu bar að garði á sunnudaginn og var tvennt handtekið á vettvangi – sonur hjónanna, Hilmar Þór, og unnusta hans. Þeim var svo sleppt samdægurs að loknum skýrslutökum. Samkvæmt heimildum fréttastofu yfirbugaði Hilmar Þór vopnaðan skotárasarmanninn með þeim afleiðingum að hann lést.
Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.
Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23. ágúst 2022 06:37 Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22. ágúst 2022 18:38 Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23. ágúst 2022 06:37
Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22. ágúst 2022 18:38
Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent