Evrópuboltinn nýfarinn að rúlla en keppni svo gott sem lokið í Frakklandi og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 17:30 Bayern hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Svo miklum að í raun er liðið svo gott sem búið að vinna deildina. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Það er ef til vill full hart í árina tekið að lýsa því yfir að keppni í efstu deild karla í fótbolta í bæði Frakklandi og Þýskalandi sé lokið en þannig virðist staðan hins vegar einfaldlega vera þegar þremur umferðum er lokið. Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira