Evrópuboltinn nýfarinn að rúlla en keppni svo gott sem lokið í Frakklandi og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 17:30 Bayern hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Svo miklum að í raun er liðið svo gott sem búið að vinna deildina. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Það er ef til vill full hart í árina tekið að lýsa því yfir að keppni í efstu deild karla í fótbolta í bæði Frakklandi og Þýskalandi sé lokið en þannig virðist staðan hins vegar einfaldlega vera þegar þremur umferðum er lokið. Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira