Sá hann í Bachelorette
Parið byrjaði að slá sér upp saman árið 2017 og trúlofuðu sig árið 2019 á einkaeyju í Fiji. Sambandið hófst eftir að Sarah tjáði sig um ágæti Wells á samfélagsmiðlum árið 2016 þegar hún sá hann sem keppanda í Bachelorette. Þar kepptist hann um ást Joelle Fletcher, betur þekkt sem JoJo, en hún endaði á því að gefa Jordan Rodgers síðustu rósina sína og giftu þau sig einnig í sumar.
Samskiptin byrjuðu á Twitter
Það var svo ári síðar sem Wells var valinn sem barþjónn Bachelor in Paradise og Sarah tjáði sig á Twitter um ánægju sína með ráðninguna. Hann svaraði henni með skemmtilegum skilaboðum og þau byrjuðu að tala saman. Það var svo á hrekkjavöku sem þau fóru í parabúning og klæddu sig upp sem persónurnar Dustin og Eleven úr Stranger Things og opinberuðu sambandið.
Skemmtilegir búningar
Frá því að parið opinberaði sambandið sitt á samfélagsmiðlum í skemmtilegum búningum hafa þau haldið í hefðina og birt myndir af sér í parabúning á hrekkjavöku ár hvert líkt og sjá má hér að neðan:
Þurftu að fresta brúðkaupinu
Parið ætlaði upphaflega að gifta sig árið 2020 en líkt og svo margir aðrir þurftu þau að fresta því vegna heimsfaraldursins. Þau hafa tjáð sig reglulega um það á samfélagsmiðlum hversu erfitt það væri að fresta brúðkaupinu og hversu mikil spenna væri til staðar að geta loksins gift sig. Þau fóru meðal annars í brúðkaupsmyndatöku á deginum sem þau ætluðu að gifta sig og hafa haldið í húmorinn í gegnum frestanirnar.