Forsætisráðherrann, Lee Hsien Loong, tilkynnti um þetta í ávarpi í dag. Hann sagði afnám laganna myndu færa lögin í samræmi við nútímaviðhorf og bætti við að„að þungu fargi sé létt af einhverjum Singaporebúum.“
Að því sögðu segir Lee stjórnvöld ekki vilja ráðast í „of miklar breytingar á samfélaginu“, og hyggst því halda lögum um hjónabönd óbreyttum.
„Þó við afnemum lög 377A, munum við samt sem áður vernda heiður hjónabandsins. Samkvæmt þeim lögum munu einungis hjónabönd milli eins manns og einnar konu vera viðurkennd í Singapúr,“ segir Lee.
Fyrrgreind lög 377A voru sett, eins og áður segir, þegar Singapore var enn undir nýlendurstjórn Breta. Samkvæmt þeim er allt kynlíf milli karlmanna glæpur. Hver sem verður uppvís að því að stunda slíkt kynlíf gat átt von á tveggja ára fangelsisrefsingu, þrátt fyrir að lögunum hafi í raun ekki verið fylgt eftir í um áratug.
Lögunum hefur verið mótmælt lengi og þau mótmæli hafa nú skilað árangri.