Wellferðarríkið Ísland, er von? Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. ágúst 2022 08:01 Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun