Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 16:25 Wilfried Zaha er í fantaformi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira