Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 16:25 Wilfried Zaha er í fantaformi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira