Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 20:00 Fólk hefur sofið í stólum og sófum í neyðarskýlinu þar sem nýting hefur farið fram úr því sem húnsæðið leyfir. vísir/Egill Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía. Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía.
Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira