Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 16:56 Rakel Júlía Jónsdóttir var á meðal fjölmargra sem földu sig í krókum og kimum verslunarmiðstöðvarinnar á meðan lögregla leitaði skotmanns. Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40