Réttarhöldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum saksóknara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Ryan Giggs gæti átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. Christopher Furlong/Getty Images Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira