Léttum á læknunum Gunnlaugur Már Briem skrifar 19. ágúst 2022 10:01 Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun