Jianhua er forstjóri fyrirtækisins Tomorrow Holdings en ofan á fangelsisdóm hans var fyrirtækið hans dæmt til að greiða 55 milljarða kínverskra júan, rúmlega þúsund milljarða króna, í sekt. Um er að ræða hæstu sekt í sögu Kína.
Að sögn dómara hafði Jianhua skemmt fjármálastöðugleika landsins og skaðað fjárhagslegt öryggi ríkisins.
Á tuttugu ára tímabili 2001 til 2021 hafði Jianhua gefið ráðamönnum og öðrum opinberum starfsmönnum í Kína hlutabréf, fasteignir, reiðufé og aðrar eignir gegn því að fyrirtæki hans yrði ekki rannsakað af yfirvöldum.