Íslenska liðið var í hluta eitt sem keppti fyrstur í morgun. Samtals fékk liðið 222.261 stig sem skilaði þeim í 26. sæti. Það voru Bretar sem söfnuðu flestum stigum í dag, eða 255.827 talsins.
Átta efstu liðin keppa svo til úrslita á laugardaginn, en 13 efstu liðin í dag tryggðu sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Liverpool 29. október - 6. nóvember.