Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 20:00 Jim Ratcliffe hefur verið mikið í umræðunni í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Hér er hann í viðtali við Stöð 2 fyrir ekki svo löngu síðan. Vísir/sigurjón Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. Er þetta haft eftir talsmanni Ratcliffe í breskum fjölmiðlum í dag en Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands samkvæmt Mirror. „Ef félagið er til sölu þá er Jim einn af hugsanlegum kaupendum. Við myndum þá hafa langtíma eignarhald í huga“ sagði talsmaður Ratcliffe. Glazer fjölskyldan keypti Manchester United árið 2005 og eru stuðningsmenn liðsins orðnir þreyttir á eigendunum en félagið hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu ár. Stuðningsmenn United hafa ítrekað mótmælt núverandi eigendum en næstu fjöldamótmæli eru boðuð mánudaginn næsta, fyrir leik liðsins gegn Liverpool. Er þessi yfirlýsing Ratcliffe olía á þann eld en mikill fjöldi hefur boðað komu sína á mótmælin eftir að Ratcliffe lýsti yfir þessum áhuga. Mun Ratcliffe fjárfesta í félaginu með það í huga að bæta aðstæður liðsins, völlinn og leikmannahóp. „Þetta snýst ekki um peninga sem hefur verið eða hefur ekki verið eytt. Jim er að horfa á hvað getur verið gert hér og nú en hann veit hvað félagið er mikilvægt fyrir borgina og stuðningsmennina. Það er kominn tími á að endurræsa félagið“ Ratcliffe hafði fyrr á þessu ári lýst yfir áhuga á því að kaupa Chelsea en þau kaup gegnu ekki í eftir. Ratcliffe er nú þegar tengdur inn í fótboltann en hann á franska félagið Nice. Ratcliffe er fæddur í Failsworth sem er hluti af Manchester svæðinu og hefur sjálfur verið stuðningsmaður Manchester United allt sitt líf. Sir Jim Ratcliffe wants to buy a stake in Manchester United, spokesman tells @DickinsonTimes: “If the club is for sale, Jim is definitely a potential buyer”, told The Times. 🚨 #MUFC“If was possible, we’d be interested in talking with a view to long-term ownership”, added. pic.twitter.com/CQCxfdUbJT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2022 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Er þetta haft eftir talsmanni Ratcliffe í breskum fjölmiðlum í dag en Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands samkvæmt Mirror. „Ef félagið er til sölu þá er Jim einn af hugsanlegum kaupendum. Við myndum þá hafa langtíma eignarhald í huga“ sagði talsmaður Ratcliffe. Glazer fjölskyldan keypti Manchester United árið 2005 og eru stuðningsmenn liðsins orðnir þreyttir á eigendunum en félagið hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu ár. Stuðningsmenn United hafa ítrekað mótmælt núverandi eigendum en næstu fjöldamótmæli eru boðuð mánudaginn næsta, fyrir leik liðsins gegn Liverpool. Er þessi yfirlýsing Ratcliffe olía á þann eld en mikill fjöldi hefur boðað komu sína á mótmælin eftir að Ratcliffe lýsti yfir þessum áhuga. Mun Ratcliffe fjárfesta í félaginu með það í huga að bæta aðstæður liðsins, völlinn og leikmannahóp. „Þetta snýst ekki um peninga sem hefur verið eða hefur ekki verið eytt. Jim er að horfa á hvað getur verið gert hér og nú en hann veit hvað félagið er mikilvægt fyrir borgina og stuðningsmennina. Það er kominn tími á að endurræsa félagið“ Ratcliffe hafði fyrr á þessu ári lýst yfir áhuga á því að kaupa Chelsea en þau kaup gegnu ekki í eftir. Ratcliffe er nú þegar tengdur inn í fótboltann en hann á franska félagið Nice. Ratcliffe er fæddur í Failsworth sem er hluti af Manchester svæðinu og hefur sjálfur verið stuðningsmaður Manchester United allt sitt líf. Sir Jim Ratcliffe wants to buy a stake in Manchester United, spokesman tells @DickinsonTimes: “If the club is for sale, Jim is definitely a potential buyer”, told The Times. 🚨 #MUFC“If was possible, we’d be interested in talking with a view to long-term ownership”, added. pic.twitter.com/CQCxfdUbJT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2022
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31