Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 21:01 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, fyrir framan skiltin í dag - sem þá höfðu verið þrifin. Vísir/Egill Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín. Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín.
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25