Stuðningsmenn liðsins ætla að mótmæla eingarhaldi Glazer fjölskyldunnar á félaginu með því að mæta fyrir utan leikvanginn og ætla sér að vera fyrir utan Old Trafford á meðan leikurinn stendur yfir svo enginn verður í sætum leikvangsins.
So it's agreed then?
— Boycott Movement Against the Glazers (@BoycottGlazers) August 9, 2022
No-one goes inside for the Liverpool game.
We stay outside & make our feelings known for 90 mins.#EmptyOldTrafford pic.twitter.com/vHPZXxb2RS
Stuðningsmenn Manchester United tjá sig um mótmælin á Twitter undir myllumerkinu #EmptyOldTrafford en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 7.000 færslur verið settar inn á samfélagsmiðilinn undir þessu myllumerki.
Dear Match going locals & season ticket holders please for God sake do #EmptyOldTrafford so that #GlazersSellManutd happens
— Red Devil Doc (@reddevilsdoc) August 17, 2022
Er þetta ekki í fyrsta skipti sem stuðningsmenn United mótmæla með þessum hætti en boðað var til svipaðra mótmæla fyrir leik liðsins gegn Norwich fyrr á þessu ári. Stuðningsmennirnir ruddust einnig inn á leikvanginn fyrir viðureign United og Liverpool í maí 2021.