Biðja um leyfi stjórnvalda til að hækka verð á núðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2022 12:55 Skyndinúðlur eru afar vinsælar um allan heim. Getty Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár. Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði. Taíland Matur Neytendur Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði.
Taíland Matur Neytendur Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira