Hvað er planið? Sara Dögg Svanhildardóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 18. ágúst 2022 07:01 Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna en fyrir flesta er það því miður ekki staðan. Menntakerfið okkar skapar ekki rými fyrir alla, bara suma. Hvað er planið? Er yfirskrift herferðar sem hefst í dag. Þar varpa Landssamtökin Þroskahjálp ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna þegar kemur að námstækifærum að loknu námi af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmennin sem koma að herferðinni eiga öll sína drauma og þrár og deila þeim með okkur næstu daga á samfélagsmiðlum sem og á strætóskiltum vítt og breytt um höfuðborgina. Tækifæri fyrir öll líka fötluð ungmenni. Rödd þeirra er sterk og skýr. Fötluð ungmenni gera þá kröfu að hafa sömu tækifæri og önnur ungmenni, og draga fram þann fáránleika sem samfélagið hefur viðhaldið allt of lengi. Skilaboðin eru einföld og skýr: það er kominn tími til þess að breyta þessu. En eins og eitt ungmennið orðar svo vel og nær að fanga kjarna málsins: „Ég vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skora á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. Þaðþarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“ Tíminn til þess að breyta er núna! Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð námstækifæri og fáar, afmarkaðar leiðir til að mennta sig. Það er sorglegt að sjá hvernig kerfið okkar mætir þessum dýrmæta og kraftmikla hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Samt halda hlutirnir áfrm að malla í sama farinu ár eftir ár. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Á sama tíma verður atvinnulífið og hið opinbera að taka höndum saman og vera tilbúin til að taka á móti fötluðu fólki á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að tryggja fötluðu fólki góð og spennandi störf, og viðeigandi stuðning til þess að sinna þeim. Tökum höndum saman og sköpum náms- og atvinnutækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni! Þú getur lagt fötluðum ungmennum lið með því að skrifa undir á askorun.throskahjalp.is. Undirskriftirnar verða afhentar ríkisstjórn Íslands og Samtökunum atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, – verkefnastjóri náms- og atvinnutækifæra hjá ÞroskahjálpUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna en fyrir flesta er það því miður ekki staðan. Menntakerfið okkar skapar ekki rými fyrir alla, bara suma. Hvað er planið? Er yfirskrift herferðar sem hefst í dag. Þar varpa Landssamtökin Þroskahjálp ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna þegar kemur að námstækifærum að loknu námi af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmennin sem koma að herferðinni eiga öll sína drauma og þrár og deila þeim með okkur næstu daga á samfélagsmiðlum sem og á strætóskiltum vítt og breytt um höfuðborgina. Tækifæri fyrir öll líka fötluð ungmenni. Rödd þeirra er sterk og skýr. Fötluð ungmenni gera þá kröfu að hafa sömu tækifæri og önnur ungmenni, og draga fram þann fáránleika sem samfélagið hefur viðhaldið allt of lengi. Skilaboðin eru einföld og skýr: það er kominn tími til þess að breyta þessu. En eins og eitt ungmennið orðar svo vel og nær að fanga kjarna málsins: „Ég vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skora á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. Þaðþarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“ Tíminn til þess að breyta er núna! Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð námstækifæri og fáar, afmarkaðar leiðir til að mennta sig. Það er sorglegt að sjá hvernig kerfið okkar mætir þessum dýrmæta og kraftmikla hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Samt halda hlutirnir áfrm að malla í sama farinu ár eftir ár. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Á sama tíma verður atvinnulífið og hið opinbera að taka höndum saman og vera tilbúin til að taka á móti fötluðu fólki á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að tryggja fötluðu fólki góð og spennandi störf, og viðeigandi stuðning til þess að sinna þeim. Tökum höndum saman og sköpum náms- og atvinnutækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni! Þú getur lagt fötluðum ungmennum lið með því að skrifa undir á askorun.throskahjalp.is. Undirskriftirnar verða afhentar ríkisstjórn Íslands og Samtökunum atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, – verkefnastjóri náms- og atvinnutækifæra hjá ÞroskahjálpUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun