Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 07:53 Gunnar Smári fer hörðum orðum um fjármálaráðherra í aðsendri grein á Vísi Vísir Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. „Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann. Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann.
Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00