Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. ágúst 2022 21:49 Keflavík mikilvægan sigur gegn Aftureldingu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór ansi rólega af stað og lítið sem ekkert að frétta. Það dró hins vegar til tíðinda á 20. mínútu. Eftir að varnarmenn Aftureldingar höfðu náð að hreinsa boltann út úr teignum sínum komst Amelía Rún í boltann og sendi frábæra fyrirgjöf aftur inn í teiginn. Ana Paula Silva mætti á enda sendingarinnar og skallaði boltann vel í netið. Gestirnir komnir yfir í þessum mikilvæga leik. Á næstu 14 mínútum fór leikurinn aftur í sama far og í upphafi en á 34. mínútu jöfnuðu heimastúlkur. Löng sending fram völlinn frá Ísafold Þórhallsdóttur sem var ætluð Hildi Karítas en miðverðirnir tveir í liði Keflavíkur, Elín Helena og Caroline Mc Cue, voru báðar mættar til að hreinsa frá. Samskiptaleysi á milli þeirra varð hins vegar til þess að Caroline potaði boltanum framhjá Elínu og Hildur Karítas slapp í gegn. Hildur kláraði snyrtilega framhjá Samantha í marki Keflavíkur og staðan jöfn þegar liðin fóru inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikur fór einnig rólega af stað. Afturelding gerði breytingu á liði sínu á 53. mínútu þegar Eyrún Vala kom inn á kantinn fyrir Victoria Kaláberová og um 20 sekúndum síðar var hún búin að koma Aftureldingu yfir. Hildur Karítas fékk boltann frá vinstri og sendi magnaða sendingu í gegn á Eyrúnu sem vann baráttu við Samantha í markinu áður en hún renndi boltanum í autt markið. Staðan orðin 2-1. Aðeins fimm mínútum síðar fékk Keflavík vítaspyrnu. Amelía Rún fékk boltann inni í teignum og reyndi skot sem fór í höndina á Mackenzie Cherry og víti dæmt. Aníta Lind, fyrirliði Keflavíkur í fjarveru Kristrúnar Ýrar, tók vítið, skoraði örugglega og jafnaði leikinn aftur, 2-2. Smá hiti meiri harka fór að færast í leikinn eftir fjórða mark leiksins. Á 75. mínútu komust gestirnir svo aftur yfir. Sigurrós Eir sendi þá góða fyrirgjöf inn í teiginn frá vinstri á Amelíu Rún sem skallaði boltann áfram á Dröfn Einarsdóttur. Dröfn tók vel á móti boltann og lagði boltann yfirvegað í netið á nærstönginni. Staðan 2-3 og gestirnir í kjörstöðu. Heimastúlkur reyndu hvað þær gátu að jafna metin aftur en tókst ekki og lokatölur svekkjandi 2-3 tap. Að sama skapi gríðarlega dýrmæt og mikilvæg þrjú stig fyrir Keflavík sem skilur sig aðeins frá botninum með sigrinum. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Af hverju vann Keflavík? Þær byrjuðu betur og enduðu betur. Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að komast yfir og stýra leiknum. Vendipunkturinn var vítaspyrnan sem Keflavík fékk. Gæðaleikmenn sýndu gæði sín í Keflavík í kvöld og skiluðu sigrinum að lokum. Hverjar voru bestar? Í liði Keflavíkur spiluðu kantmennirnir mjög vel. Ana Paula er frábær leikmaður og sýndi það í dag með því að skora fyrsta markið og valda mikinn usla. Amelía Fjeldsted kom inn í liðið fyrir leikinn í kvöld og þakkaði traustið með því að leggja upp tvö mörk ásamt því að sækja vítaspyrnuna. Hildur Karítas átti góðan leik í liði Aftureldingar. Hún bæði skoraði og lagði upp og á köflum snérist sóknarleikur Mosfellinga mikið um hana. Hvað gerist næst? Afturelding fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni kl. 19:15 þriðjudaginn 23. ágúst. Keflavík fær hins vegar heimaleik gegn Selfossi daginn eftir, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 18:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF
Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór ansi rólega af stað og lítið sem ekkert að frétta. Það dró hins vegar til tíðinda á 20. mínútu. Eftir að varnarmenn Aftureldingar höfðu náð að hreinsa boltann út úr teignum sínum komst Amelía Rún í boltann og sendi frábæra fyrirgjöf aftur inn í teiginn. Ana Paula Silva mætti á enda sendingarinnar og skallaði boltann vel í netið. Gestirnir komnir yfir í þessum mikilvæga leik. Á næstu 14 mínútum fór leikurinn aftur í sama far og í upphafi en á 34. mínútu jöfnuðu heimastúlkur. Löng sending fram völlinn frá Ísafold Þórhallsdóttur sem var ætluð Hildi Karítas en miðverðirnir tveir í liði Keflavíkur, Elín Helena og Caroline Mc Cue, voru báðar mættar til að hreinsa frá. Samskiptaleysi á milli þeirra varð hins vegar til þess að Caroline potaði boltanum framhjá Elínu og Hildur Karítas slapp í gegn. Hildur kláraði snyrtilega framhjá Samantha í marki Keflavíkur og staðan jöfn þegar liðin fóru inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikur fór einnig rólega af stað. Afturelding gerði breytingu á liði sínu á 53. mínútu þegar Eyrún Vala kom inn á kantinn fyrir Victoria Kaláberová og um 20 sekúndum síðar var hún búin að koma Aftureldingu yfir. Hildur Karítas fékk boltann frá vinstri og sendi magnaða sendingu í gegn á Eyrúnu sem vann baráttu við Samantha í markinu áður en hún renndi boltanum í autt markið. Staðan orðin 2-1. Aðeins fimm mínútum síðar fékk Keflavík vítaspyrnu. Amelía Rún fékk boltann inni í teignum og reyndi skot sem fór í höndina á Mackenzie Cherry og víti dæmt. Aníta Lind, fyrirliði Keflavíkur í fjarveru Kristrúnar Ýrar, tók vítið, skoraði örugglega og jafnaði leikinn aftur, 2-2. Smá hiti meiri harka fór að færast í leikinn eftir fjórða mark leiksins. Á 75. mínútu komust gestirnir svo aftur yfir. Sigurrós Eir sendi þá góða fyrirgjöf inn í teiginn frá vinstri á Amelíu Rún sem skallaði boltann áfram á Dröfn Einarsdóttur. Dröfn tók vel á móti boltann og lagði boltann yfirvegað í netið á nærstönginni. Staðan 2-3 og gestirnir í kjörstöðu. Heimastúlkur reyndu hvað þær gátu að jafna metin aftur en tókst ekki og lokatölur svekkjandi 2-3 tap. Að sama skapi gríðarlega dýrmæt og mikilvæg þrjú stig fyrir Keflavík sem skilur sig aðeins frá botninum með sigrinum. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Af hverju vann Keflavík? Þær byrjuðu betur og enduðu betur. Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að komast yfir og stýra leiknum. Vendipunkturinn var vítaspyrnan sem Keflavík fékk. Gæðaleikmenn sýndu gæði sín í Keflavík í kvöld og skiluðu sigrinum að lokum. Hverjar voru bestar? Í liði Keflavíkur spiluðu kantmennirnir mjög vel. Ana Paula er frábær leikmaður og sýndi það í dag með því að skora fyrsta markið og valda mikinn usla. Amelía Fjeldsted kom inn í liðið fyrir leikinn í kvöld og þakkaði traustið með því að leggja upp tvö mörk ásamt því að sækja vítaspyrnuna. Hildur Karítas átti góðan leik í liði Aftureldingar. Hún bæði skoraði og lagði upp og á köflum snérist sóknarleikur Mosfellinga mikið um hana. Hvað gerist næst? Afturelding fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni kl. 19:15 þriðjudaginn 23. ágúst. Keflavík fær hins vegar heimaleik gegn Selfossi daginn eftir, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 18:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti