Í lok árs 2021 voru úkraínumenn hér á landi aðeins 237 en eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur þeim fjölgað tæplega sexfalt eða um 564 prósent. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Þjóðskrár yfir erlenda ríkisborgara búsetta hér á landi.
Á Íslandi eru 382.382 búsettir. Þar af eru 322.211 með íslenskt ríkisfang eða 84,3 prósent. Næstflestir eru íbúar með pólskt ríkisfang eða 5,8 prósent. Litháar eru 1,3 prósent íbúa og fólk með ríkifang frá öðrum löndum eru 8,6 prósent.