„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Arnar Gunnlaugsson settist niður með Gunnlaugi Jónssyni til að fara yfir málin fyrir risaleik kvöldsins. Stöð 2 Sport Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira