Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 14:30 Skylar Diggins-Smith í leik með Phoenix Mercury á móti Connecticut Sun sama dag og Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi. Getty/M. Anthony Nesmith Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn. Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury)
NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira