Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik 14. ágúst 2022 20:33 Jón Þór Hauksson var sáttur við sína menn þrátt fyrir tapið. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. „Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
„Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira