„Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 09:00 Viðar Halldórsson situr í nefnd UEFA. Vísir/Stöð 2 Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. „Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
„Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira