Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 10:14 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er formaður Bárunnar, stéttarfélags. ASÍ Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar. Stéttarfélög ASÍ Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar.
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira