Utan vallar: Svartnættið í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2022 10:00 Bruno Fernandes trúir ekki eigin augum. Ef fer sem horfir mun hann ekki sjá því svartnættið hefur gleypt Old Trafford. Michael Regan/Getty Images Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. Blaðamaður er stuðningsmaður Manchester United, nokkuð raunsær að eigin mati. Sama á við um flest alla kunningja blaðamanns sem styðja liðið. Það var enginn sem bjóst við því að Erik ten Hag myndi mæta á Old Trafford og breyta liði af kjúklingaskít í dýrindis kjúklingasalat. Í barnslegri einlægni vonaðist vinahópurinn þó eftir því að liðið gæti barist um 4. sæti þar sem Chelsea er að ganga í gegnum miklar breytingar og Tottenham Hotspur er alltaf Spurs. Svo leið á sumarið og leikmannahópur Man United breyttist lítið. Svo hófst undirbúningur fyrir tímabilið og leikmannahópur Man Utd breyttist lítið. Svo birtist byrjunarliðið fyrir fyrsta leik gegn Brighton & Hove Albion og það hafði lítið breyst frá síðustu leiktíð. Um er að ræða eina slökustu leiktíð Man United í manna minnum, og þær hafa verið nokkrar á undanförnum árum. Leikurinn tapaðist, Brighton sem missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar mætti á Old Trafford og hirti stigin þrjú. Graham Potter, þjálfari gestanna, lagði leikinn nær fullkomlega upp og lið Man Utd átti engin svör, hvorki leikmenn né Ten Hag á hliðarlínunni. Erik ten Hag átti engin svör gegn Brighton & Hove Albion.Matthew Ashton/Getty Images Þegar þeir sem með valdið fara á Old Trafford réðu Ralf Rangnick virtist sem félagið væri að mynda sér plan til framtíðar. Það átti að fá inn mann sem gæti stýrt liðinu út tímabilið meðan fundinn væri þjálfari sem myndi henta því plani, eða svo hélt stuðningsfólk félagsins. Þegar Erik ten Hag var ráðinn virtist enn sem það plan væri í gildi. Rangnick talaði um að það þyrfti sex, nei átta, nei TÍU nýja leikmenn! Stuðningsfólk, undirritaður meðtalinn, fékk vatn í munninn. Það virtist sem blessaðir eigendurnir hefðu loksins áttað sig á að miðað við hvað félagið hefur eytt í leikmenn á undanförnum árum þá ætti það að gera betur en að vera ítrekað í Evrópudeildinni. Ronaldo byrjaði á bekknum gegn Brighton.Ian Hodgson/AP Svo kom sumarið, stór nöfn – og stórir launatékkar - á borð við Paul Pogba, Nemanja Matic, Jesse Lingard, Juan Mata og Edinson Cavani hurfu á braut … og það gerði Ralf Rangnick líka því Ten Hag vildi víst ekki vinna með honum. Cristiano Ronaldo reyndi að hverfa á braut, beið eins lengi og hann gat í Portúgal en skilaði sér til Manchester á endanum. Þegar líða var farið á sumarið bólaði ekkert á nýjum leikmönnum, sem var jú ástæðan fyrir pirring Ronaldo. Það ásamt þeirri staðreynd að hann þráir að spila í Meistaradeild Evrópu. Á endanum var einn sóttur, vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia frá Feyenoord. Ekki beint staða sem þurfti að bæta við ungum og óreyndum leikmanni í þar sem Luke Shaw, Alex Telles og Brandon Williams voru þar nú fyrir. Á endanum voru tveir leikmenn sóttir til viðbótar, Christian Eriksen og Lisandro Martinez. Báðir áttu nokkuð erfitt uppdráttar gegn Brighton. Eriksen var spilað sem fremsta manni (í hlutverki falskrar níu, eitthvað sem hann hafði ekki gert í meira en 8 ár) og Martinez hóf leikinn í miðverði. Had a look at Christian Eriksen's performance as a false nine against Brighton. #MUFC The last time the Dane played a senior game up front, it was against a Manchester City side with Lescott and Kompany as CBs.https://t.co/Rqhk1JENMX— Carl Anka (@Ankaman616) August 11, 2022 Oftar en ekki er varnarmönnum komið rólega inn í hlutina enda enska úrvalsdeildin sér á báti hvað margt varðar en Martinez fékk ekki þann lúxus. Beint í byrjunarliðið og beint í grínið á Twitter. Þá komum við að því sem hefur orsakað hvað flestar svefnlausar nætur hjá stuðningsfólki Manchester United. Fred og Scott McTominay (McFred). Það er ákveðinn áfellisdómur að Ten Hag hafi fallið í gryfjuna - líkt og forverar sínir - að reyna leysa það að eiga engan almennilegan djúpan miðjumann með því að spila McFred þar. Það var ekki fyrr en Eriksen fór niður á miðja miðjuna sem einhver ró komst á spil Man Utd en þá var það einfaldlega of seint. Meira að segja lukkudýrið Fred the Red hefur fengið sig fullsaddan.Catherine Ivill/Getty Images Í allt sumar hefur Ten Hag elt Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona. Hann hefur lýst honum sem hinum fullkomna miðjumanni fyrir það leikkerfi sem hann vill spila. Börsungar hafa hins vegar dregið Man United á asnaeyrum og nú virðist sem De Jong gæti farið til Chelsea. Fari hann eitthvað yfir höfuð. Er sagan farin að minna um margt á Cesc Fàbregas sem Man Utd eyddi heilu sumri í að elta fyrir þónokkrum árum. Á endanum var Marouane Fellaini sóttur, hann var fínn til síns brúks en enginn Fàbregas. Adrien Rabiot – leikmaður sem verður samningslaus næsta sumar og Juventus getur ekki beðið eftir að losna við – virðist ætla að vera Fellaini ársins í ár. Maður sem enginn skilur hvað gerir inn á fótboltavelli og virkar best vinstra megin á miðjunni – líkt og nær allir miðjumenn Man United. Glugginn lokar 1. september næstkomandi og Man United gæti enn nælt í spennandi leikmenn á þeim tíma. Það fer hins vegar ekkert á milli mála að stuðningsfólk félagsins er orðið heldur svartsýnt á stöðu mála. Nýtt tímabil, nýr þjálfari en sömu h**vítis eigendurnir, og þar liggur hundurinn grafinn. Á meðan Man United er í eigu sömu aðila þá mun lítið sem ekkert breytast. Menn nota félagið til að maka eigin krók og þó það hafi eytt dágóðum summum í leikmenn á undanförnum árum þá hefur ekkert púður varið í skipulag á skrifstofunni og hver leikmaðurinn á fætur öðrum því „floppað“ ár eftir ár. On 10 August 2012 the Glazers listed Man Utd on New York Stock Exchange, with opening share price of $14. If you had invested £1,000 in #MUFC shares that day on 10th anniversary they're worth £814. Same amount invested in Juventus is worth £2,000, F1 £2,564, Atlanta Braves £1,585 pic.twitter.com/N2T7L57ppP— Kieran Maguire (@KieranMaguire) August 9, 2022 Nú er staðan orðin þannig að fólk er einfaldlega við það að gefast upp. Áhuginn er við frostmark og fólk er hætt að merkja við hvenær Man Utd á leik. Á meðan Glazer-fjölskyldan heldur um stjórnartaumana á Old Trafford þá heldur félagið áfram að fjarlægjast bestu lið Englands og Evrópu. Eins og staðan er í dag maður bara glaður þegar góð og gild ástæða finnst til að missa af leik. Sem er nákvæmlega það sem blaðamaður ætlar að gera þegar Man United heimsækir Brentford á laugardaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Utan vallar Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Blaðamaður er stuðningsmaður Manchester United, nokkuð raunsær að eigin mati. Sama á við um flest alla kunningja blaðamanns sem styðja liðið. Það var enginn sem bjóst við því að Erik ten Hag myndi mæta á Old Trafford og breyta liði af kjúklingaskít í dýrindis kjúklingasalat. Í barnslegri einlægni vonaðist vinahópurinn þó eftir því að liðið gæti barist um 4. sæti þar sem Chelsea er að ganga í gegnum miklar breytingar og Tottenham Hotspur er alltaf Spurs. Svo leið á sumarið og leikmannahópur Man United breyttist lítið. Svo hófst undirbúningur fyrir tímabilið og leikmannahópur Man Utd breyttist lítið. Svo birtist byrjunarliðið fyrir fyrsta leik gegn Brighton & Hove Albion og það hafði lítið breyst frá síðustu leiktíð. Um er að ræða eina slökustu leiktíð Man United í manna minnum, og þær hafa verið nokkrar á undanförnum árum. Leikurinn tapaðist, Brighton sem missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar mætti á Old Trafford og hirti stigin þrjú. Graham Potter, þjálfari gestanna, lagði leikinn nær fullkomlega upp og lið Man Utd átti engin svör, hvorki leikmenn né Ten Hag á hliðarlínunni. Erik ten Hag átti engin svör gegn Brighton & Hove Albion.Matthew Ashton/Getty Images Þegar þeir sem með valdið fara á Old Trafford réðu Ralf Rangnick virtist sem félagið væri að mynda sér plan til framtíðar. Það átti að fá inn mann sem gæti stýrt liðinu út tímabilið meðan fundinn væri þjálfari sem myndi henta því plani, eða svo hélt stuðningsfólk félagsins. Þegar Erik ten Hag var ráðinn virtist enn sem það plan væri í gildi. Rangnick talaði um að það þyrfti sex, nei átta, nei TÍU nýja leikmenn! Stuðningsfólk, undirritaður meðtalinn, fékk vatn í munninn. Það virtist sem blessaðir eigendurnir hefðu loksins áttað sig á að miðað við hvað félagið hefur eytt í leikmenn á undanförnum árum þá ætti það að gera betur en að vera ítrekað í Evrópudeildinni. Ronaldo byrjaði á bekknum gegn Brighton.Ian Hodgson/AP Svo kom sumarið, stór nöfn – og stórir launatékkar - á borð við Paul Pogba, Nemanja Matic, Jesse Lingard, Juan Mata og Edinson Cavani hurfu á braut … og það gerði Ralf Rangnick líka því Ten Hag vildi víst ekki vinna með honum. Cristiano Ronaldo reyndi að hverfa á braut, beið eins lengi og hann gat í Portúgal en skilaði sér til Manchester á endanum. Þegar líða var farið á sumarið bólaði ekkert á nýjum leikmönnum, sem var jú ástæðan fyrir pirring Ronaldo. Það ásamt þeirri staðreynd að hann þráir að spila í Meistaradeild Evrópu. Á endanum var einn sóttur, vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia frá Feyenoord. Ekki beint staða sem þurfti að bæta við ungum og óreyndum leikmanni í þar sem Luke Shaw, Alex Telles og Brandon Williams voru þar nú fyrir. Á endanum voru tveir leikmenn sóttir til viðbótar, Christian Eriksen og Lisandro Martinez. Báðir áttu nokkuð erfitt uppdráttar gegn Brighton. Eriksen var spilað sem fremsta manni (í hlutverki falskrar níu, eitthvað sem hann hafði ekki gert í meira en 8 ár) og Martinez hóf leikinn í miðverði. Had a look at Christian Eriksen's performance as a false nine against Brighton. #MUFC The last time the Dane played a senior game up front, it was against a Manchester City side with Lescott and Kompany as CBs.https://t.co/Rqhk1JENMX— Carl Anka (@Ankaman616) August 11, 2022 Oftar en ekki er varnarmönnum komið rólega inn í hlutina enda enska úrvalsdeildin sér á báti hvað margt varðar en Martinez fékk ekki þann lúxus. Beint í byrjunarliðið og beint í grínið á Twitter. Þá komum við að því sem hefur orsakað hvað flestar svefnlausar nætur hjá stuðningsfólki Manchester United. Fred og Scott McTominay (McFred). Það er ákveðinn áfellisdómur að Ten Hag hafi fallið í gryfjuna - líkt og forverar sínir - að reyna leysa það að eiga engan almennilegan djúpan miðjumann með því að spila McFred þar. Það var ekki fyrr en Eriksen fór niður á miðja miðjuna sem einhver ró komst á spil Man Utd en þá var það einfaldlega of seint. Meira að segja lukkudýrið Fred the Red hefur fengið sig fullsaddan.Catherine Ivill/Getty Images Í allt sumar hefur Ten Hag elt Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona. Hann hefur lýst honum sem hinum fullkomna miðjumanni fyrir það leikkerfi sem hann vill spila. Börsungar hafa hins vegar dregið Man United á asnaeyrum og nú virðist sem De Jong gæti farið til Chelsea. Fari hann eitthvað yfir höfuð. Er sagan farin að minna um margt á Cesc Fàbregas sem Man Utd eyddi heilu sumri í að elta fyrir þónokkrum árum. Á endanum var Marouane Fellaini sóttur, hann var fínn til síns brúks en enginn Fàbregas. Adrien Rabiot – leikmaður sem verður samningslaus næsta sumar og Juventus getur ekki beðið eftir að losna við – virðist ætla að vera Fellaini ársins í ár. Maður sem enginn skilur hvað gerir inn á fótboltavelli og virkar best vinstra megin á miðjunni – líkt og nær allir miðjumenn Man United. Glugginn lokar 1. september næstkomandi og Man United gæti enn nælt í spennandi leikmenn á þeim tíma. Það fer hins vegar ekkert á milli mála að stuðningsfólk félagsins er orðið heldur svartsýnt á stöðu mála. Nýtt tímabil, nýr þjálfari en sömu h**vítis eigendurnir, og þar liggur hundurinn grafinn. Á meðan Man United er í eigu sömu aðila þá mun lítið sem ekkert breytast. Menn nota félagið til að maka eigin krók og þó það hafi eytt dágóðum summum í leikmenn á undanförnum árum þá hefur ekkert púður varið í skipulag á skrifstofunni og hver leikmaðurinn á fætur öðrum því „floppað“ ár eftir ár. On 10 August 2012 the Glazers listed Man Utd on New York Stock Exchange, with opening share price of $14. If you had invested £1,000 in #MUFC shares that day on 10th anniversary they're worth £814. Same amount invested in Juventus is worth £2,000, F1 £2,564, Atlanta Braves £1,585 pic.twitter.com/N2T7L57ppP— Kieran Maguire (@KieranMaguire) August 9, 2022 Nú er staðan orðin þannig að fólk er einfaldlega við það að gefast upp. Áhuginn er við frostmark og fólk er hætt að merkja við hvenær Man Utd á leik. Á meðan Glazer-fjölskyldan heldur um stjórnartaumana á Old Trafford þá heldur félagið áfram að fjarlægjast bestu lið Englands og Evrópu. Eins og staðan er í dag maður bara glaður þegar góð og gild ástæða finnst til að missa af leik. Sem er nákvæmlega það sem blaðamaður ætlar að gera þegar Man United heimsækir Brentford á laugardaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Utan vallar Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira