Frakklandsmeistarar PSG vilja Rashford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 18:15 Marcus Rashford brenndi af dauðafæri gegn Brighton en var síðan flaggaður rangstæður svo það hefði ekki talið. EPA-EFE/Peter Powell Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa áhuga á því að fá Marcus Rashford, leikmann Manchester United, í sínar raðir. Frá þessu greinir franski miðillinn L'Équipe. Samkvæmt frétt franska miðilsins hefur PSG þegar sett sig í samband við teymi leikmannsins en samningur hans við Man United rennur út næsta sumar. Enska félagið getur þó framlengt samninginn um ár og má reikna með því að það verði gert, sérstaklega í ljósi áhuga Parísarliðsins. À la recherche d'un renfort en attaque, le PSG a ciblé l'international anglais Marcus Rashford, sous contrat avec Manchester United jusqu'en 2023 https://t.co/vTlcvBGLQc pic.twitter.com/c000W8suUZ— L'ÉQUIPE (@lequipe) August 11, 2022 Eftir að hafa svo gott sem borið Man United á bakinu tvö tímabil í röð – og glímt við gríðarlega erfið meiðsli – í kjölfar þess þá var Rashford afleitur á síðasta tímabili. Vonaðist stuðningsfólk Man Utd og hans að sumarfríið hefði gert honum gott en sóknarmaðurinn fékk úr litlu sem engu að moða er Man Utd tapaði 1-2 gegn Brighton & Hove Albion í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það breytir því ekki að PSG sér Rashford sem leikmann sem getur leyst vandamál liðsins í fremstu línu en talið er að PSG sé á höttunum á eftir leikmanni sem getur bæði spilað sem sóknarþenkjandi vængmaður eða sem fremsti maður. Confirmation of the contacts between PSG and Marcus Rashford, as reported first by L Equipe. PSG need a player who can play wide or as a 9. Rashford is keen on a new challenge, one year before the end of his contract. No discussions yet with Manchester United. @ESPNFC— Julien Laurens (@LaurensJulien) August 11, 2022 Talið er að hinn 24 ára gamli Rashford sé í leit að nýtti áskorun og gæti hann ákveðið að fara yfir Ermasundið og til Parísar. Hann hefur alls spilað 304 leiki fyrir Man United, skorað 93 mörk og lagt upp 57. PSG er ágætlega mannað en er samt sem áður orðað við fjölda leikmanna um þessar mundir. Til að munda styttist í að miðjumaðurinn Fabián Ruiz verði tilkynntur sem nýjasti leikmaður liðsins. Það gæti nú farið svo að Rashford verði tilkynntur skömmu síðar. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Samkvæmt frétt franska miðilsins hefur PSG þegar sett sig í samband við teymi leikmannsins en samningur hans við Man United rennur út næsta sumar. Enska félagið getur þó framlengt samninginn um ár og má reikna með því að það verði gert, sérstaklega í ljósi áhuga Parísarliðsins. À la recherche d'un renfort en attaque, le PSG a ciblé l'international anglais Marcus Rashford, sous contrat avec Manchester United jusqu'en 2023 https://t.co/vTlcvBGLQc pic.twitter.com/c000W8suUZ— L'ÉQUIPE (@lequipe) August 11, 2022 Eftir að hafa svo gott sem borið Man United á bakinu tvö tímabil í röð – og glímt við gríðarlega erfið meiðsli – í kjölfar þess þá var Rashford afleitur á síðasta tímabili. Vonaðist stuðningsfólk Man Utd og hans að sumarfríið hefði gert honum gott en sóknarmaðurinn fékk úr litlu sem engu að moða er Man Utd tapaði 1-2 gegn Brighton & Hove Albion í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það breytir því ekki að PSG sér Rashford sem leikmann sem getur leyst vandamál liðsins í fremstu línu en talið er að PSG sé á höttunum á eftir leikmanni sem getur bæði spilað sem sóknarþenkjandi vængmaður eða sem fremsti maður. Confirmation of the contacts between PSG and Marcus Rashford, as reported first by L Equipe. PSG need a player who can play wide or as a 9. Rashford is keen on a new challenge, one year before the end of his contract. No discussions yet with Manchester United. @ESPNFC— Julien Laurens (@LaurensJulien) August 11, 2022 Talið er að hinn 24 ára gamli Rashford sé í leit að nýtti áskorun og gæti hann ákveðið að fara yfir Ermasundið og til Parísar. Hann hefur alls spilað 304 leiki fyrir Man United, skorað 93 mörk og lagt upp 57. PSG er ágætlega mannað en er samt sem áður orðað við fjölda leikmanna um þessar mundir. Til að munda styttist í að miðjumaðurinn Fabián Ruiz verði tilkynntur sem nýjasti leikmaður liðsins. Það gæti nú farið svo að Rashford verði tilkynntur skömmu síðar.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira