Man United ekki meðal efstu sex liða Englands þegar kemur að eyðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Lisandro Martinez er annar af þeim leikmönnum sem Man United hefur keypt í sumar. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu. Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti