Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 11:40 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/vilhelm Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19
Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31