Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 18:23 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, kynnti í dag fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornarfirði. Samsett Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent
Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira