Man United hætt við að fá Arnautović eftir áhyggjur stuðningsfólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 13:02 Andrea Cambiaso fær að heyra það frá Marko Arnautovic í vináttuleik á dögunum. Marcel ter Bals/Getty Images Í gær fóru þær fréttir á kreik að Manchester United vildi fá Marko Arnautović í sínar raðir. Það virðist sem sá áhugi hafi kólnað hratt þökk sé áhyggjum stuðningsfólks Man United sem og verðmiða leikmannsins. Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira