Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2022 10:01 Harðarmenn fagna sigri í Grill 66 deildinni og sæti í Olís-deildinni. hörður Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með
Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00