Upphitun fyrir 12. umferð: „Meira ætlast til þess að stelpur hætti bara“ Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 15:00 Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hituðu upp fyrir leiki 12. umferðar Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verða í sviðsljósinu á morgun í stórleik 12. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena Ólafsdóttir fékk þær til að hita upp fyrir leiki umferðarinnar. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira