Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:23 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík verður ekki með mannskap á svæðinu í dag. Vísir//Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13