Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 13:09 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59
Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55