Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 07:31 Helgi Guðjónsson og félagar í Víkingi halda með 1-0 forskot til Póllands í næstu viku. Það er algjörlega óásættanlegt að mati pólskra fjölmiðlamanna. vísir/diego „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira