Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 07:31 Helgi Guðjónsson og félagar í Víkingi halda með 1-0 forskot til Póllands í næstu viku. Það er algjörlega óásættanlegt að mati pólskra fjölmiðlamanna. vísir/diego „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira