Léttir að fá gosið Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 3. ágúst 2022 23:27 Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir auðveldara að lifa með eldgosi en tíðum jarðskjálftum. Vísir Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan. Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30