Léttir að fá gosið Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 3. ágúst 2022 23:27 Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir auðveldara að lifa með eldgosi en tíðum jarðskjálftum. Vísir Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan. Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30