Léttir að fá gosið Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 3. ágúst 2022 23:27 Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir auðveldara að lifa með eldgosi en tíðum jarðskjálftum. Vísir Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan. Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30