KR-liðið sótti þá þrjú stig til Akureyrar eftir að hafa unnið 1-0 sigur á heimamönnum í KA.
Þetta var fyrsti sigur KR-inga í Bestu deildinni síðan þeir unnu FH 29. maí síðastliðinn eða sá fyrsti í 65 daga.
Sigurmarkið skoraði Aron Þórður Albertsson sem var þar að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Vesturbæjarfélagið en hann kom til KR frá Fram 7. maí síðastliðinn.
Markið skoraði Aron Þórður eftir frábæran undirbúning Kennie Knak Chopart og má sjá það hér fyrir neðan.