Haukur Viðar á Heklunni Íslandsmeistari í torfæru Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. ágúst 2022 07:01 Haukur og Hekla að keyra á vatni. Haukur Viðar Einarsson á bíl sínum Heklunni varð um helgina Íslandsmeistari í sérútbúnaflokki Íslandsmótsins í torfæru í fyrsta sinn, þegar tvær síðustu keppnir tímabilsins fóru fram á Akureyri. Haukur endaði með 101 stig í mótinu. Í öðru sæti varð Geir Evert Grímsson á Sleggjunni með 85 stig og í þriðja sæti varð Íslandsmeistari síðasta árs, Skúli Kristjánsson á Simba með 84 stig. Þróun tímabilsins Haukur náði draumabyrjun á tímabilinu og var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær keppnirnar í ár. Þær væru haldnar á Hellu. Hann varð svo í öðru sæti í keppni sem varð raunar þriðja keppni tímabilsins, á Egilsstöðum, þar sem Skúli vann. Geir Evert vann svo fjórðu umferðina sem einnig var haldin á Egilsstöðum. Skúli vann svo aftur fimmtu keppnina á Akureyri og Haukur varð þar annar og Geir þriðji. Finnur Aðalbjörnsson kom svo og vann síðustu keppnina sem einnig var haldin á Akureyri og þar varð Geir Evert annar og komst þar með upp fyrir Skúla í Íslandsmótinu en Skúli varð þriðji en Haukur varð fjórði. Skúli Kristjánsson og Simbi á flugi. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauks sem var að vonum í skýjunum með sumarið þegar blaðamaður heyrði í honum. Hann lenti í því að mótor sem liðið setti í bílinn fyrir tímabilið bilaði eftir helgina á Hellu. Haukur Viðar á Heklunni vann Hellubikarinn í ár fyrir besta árangurinn á Hellu. „Að mæta með allt þetta nýtt og vita ekkert og svo vinna bara“ „Nýi mótorinn var spennandi í upphafi tímabils en auðvitað var það talsvert bakslag þegar hann fór. Þá var gott að geta aftur leitað til Ingólfs Arnarsonar, formanns kvartmíluklúbbsins um að fá lánaðan mótorinn sem ég notaði í fyrra. Hann var liðtækur og það reyndist lítið mál. Stýrisreimin var til vandræða í fyrstu keppninni á Hellu. Konni [Hákon Vignir Smárason] var í skólanum og það munaði um það. Hann kom svo seinni daginn á Hellu og þá gat hann græjað reimavesenið fyrir mig. Konni er búinn að vera með mér í þessu frá upphafi með þennan bíl og er heilinn á bak við allt hjá mér. Hann er einfaldlega langbestur,“ sagði Haukur Viðar um Hellu helgina. Liðið í heild sinni. Haukur var fljótur að benda á mikilvægi þjónustuliðsins eða service fólksins eins og það er iðulega kallað. Hann vildi koma sérstökum þökkum til þeirra. „Það er ekki hægt að gera þetta án þeirra og þau eru ásamt Hákoni og Ingólfi, Sigurður Bragason, Baldur Gíslason, Ólöf Jóna Friðriksdóttir, Anna Kristín Guðnadóttir, Guðný Jóna Valgeirsdóttir, Örn Ingólfsson og Andri Johnsen,“ hélt Haukur áfram. Aðspurður um hvaða þýðingu það hefur að verða Íslandsmeistari þá svaraði Haukur því til að „þetta sé auðvitað eitthvað sem alla dreymir um, að vera meistari, að skrifa nafn sitt á blað með mönnum eins og Árna Kóps[syni], Gísla G[unnari Jóssyni] og Halla P [Haraldi Péturssyni], sem voru fyrirmyndirnar í gamla daga.“ Titlinum fagnað. „Ég fer á Hellu með engar væntingar og ætlaði bara að keyra með og sjá hvernig gengi. Það stendur upp úr á tímabilinu að mæta með allt þetta nýtt og vita ekkert og svo vinna bara. Vélin sem var sett í var um 100 kg. þyngri en sú sem bræddi úr sér. Sú gamla fékk vissulega millihedd og fleira frá þeirri nýju, enda mikið betri búnaður,“ sagði Haukur um bakslagið. Hann bætti við að nýi mótorinn sé farinn út í upptöku og er væntanlegur fyrir næsta tímabil. Þá er stefnan að vera kominn með hana fyrr og prófa betur áður en tímabilið hefst. En það eru 26 ár síðan svokallaður Big Block mótor var notaður til að vinna Íslandsmeistaratitill. Síðastur til að gera það var Halli P árið 1996. Flestir hafa undanfarið notast við LS Small Block vélar, sem eru léttari. „Ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir styrktaraðilana okkar, Gastec, AB Varahlutir, Arctic Trucks, Motul á Íslandi, Hljóð-X, Merkiverk og KG-Fiskverkun. Engin væri að keppa í torfæru ef ekki væri fyrir þessi fyrirtæki,“ sagði Haukur. Haukur og Hekla á flugi. Að lokum spurði blaðamaður, hvað væri framundan. Næsta keppni er í Bandaríkjunum í október, í Bikini Bottoms. Þangað eru 16 íslenskir bílar að fara keppni. Ég stefni svo að því að verja titilinn á næsta ári.“ Alls kepptu 22 ökumenn í Íslandsmótinu í torfæru í flokki sérútbúinna. Alls voru eknar sex keppnir en upphaflega stóð til að aka sjö. Keppni sem átti að vera í Hafnarfirði í maí var blásin af. Sérútbúnir götubílar Fjórir ökumenn keppti í flokki sérútbúinna götubíla en þar voru einungis eknar tvær keppnir, báðar á Akureyri um helgina. Óskar Jónsson vann báðar keppnir og varð þar með hlutskarpastur í Íslandsmótinu en Steingrímur Bjarnason og Bjarki Reynisson urðu jafnir í öðru og þriðja sæti. Steingrímur varð annar í fyrri keppninni og Bjarki þriðji en þeir snéru taflinu svo við í annarri keppninni. Jónas Karl Sigurðsson varð fjórði í báðum keppnum. Í greininni hér að neðan má sjá Hauk sýna mögnuð óvænt tilþrif á Heklunni árið 2019: Akstursíþróttir Tengdar fréttir Haukur Viðar á Heklunni vann tvöfalt en bilun í nýja mótornum Sindra torfæran fórm fram á Hellu síðustu helgi þar sem eknar voru tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins í torfæru. Fyrri umferðin á laugardag og seinni á sunnudag. Vel var mætt í brekkurnar báða daga og mikið var um tilþrif. Haukur Viðar Einarsson á Heklu gerði sér lítið fyrir og vann báða dagana og er þar af leiðandi kominn með gott forskot í Íslandsmótinu þar sem eknar verða fimm keppnir í viðbót. 12. maí 2022 07:00 Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana. 6. maí 2022 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Þróun tímabilsins Haukur náði draumabyrjun á tímabilinu og var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær keppnirnar í ár. Þær væru haldnar á Hellu. Hann varð svo í öðru sæti í keppni sem varð raunar þriðja keppni tímabilsins, á Egilsstöðum, þar sem Skúli vann. Geir Evert vann svo fjórðu umferðina sem einnig var haldin á Egilsstöðum. Skúli vann svo aftur fimmtu keppnina á Akureyri og Haukur varð þar annar og Geir þriðji. Finnur Aðalbjörnsson kom svo og vann síðustu keppnina sem einnig var haldin á Akureyri og þar varð Geir Evert annar og komst þar með upp fyrir Skúla í Íslandsmótinu en Skúli varð þriðji en Haukur varð fjórði. Skúli Kristjánsson og Simbi á flugi. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauks sem var að vonum í skýjunum með sumarið þegar blaðamaður heyrði í honum. Hann lenti í því að mótor sem liðið setti í bílinn fyrir tímabilið bilaði eftir helgina á Hellu. Haukur Viðar á Heklunni vann Hellubikarinn í ár fyrir besta árangurinn á Hellu. „Að mæta með allt þetta nýtt og vita ekkert og svo vinna bara“ „Nýi mótorinn var spennandi í upphafi tímabils en auðvitað var það talsvert bakslag þegar hann fór. Þá var gott að geta aftur leitað til Ingólfs Arnarsonar, formanns kvartmíluklúbbsins um að fá lánaðan mótorinn sem ég notaði í fyrra. Hann var liðtækur og það reyndist lítið mál. Stýrisreimin var til vandræða í fyrstu keppninni á Hellu. Konni [Hákon Vignir Smárason] var í skólanum og það munaði um það. Hann kom svo seinni daginn á Hellu og þá gat hann græjað reimavesenið fyrir mig. Konni er búinn að vera með mér í þessu frá upphafi með þennan bíl og er heilinn á bak við allt hjá mér. Hann er einfaldlega langbestur,“ sagði Haukur Viðar um Hellu helgina. Liðið í heild sinni. Haukur var fljótur að benda á mikilvægi þjónustuliðsins eða service fólksins eins og það er iðulega kallað. Hann vildi koma sérstökum þökkum til þeirra. „Það er ekki hægt að gera þetta án þeirra og þau eru ásamt Hákoni og Ingólfi, Sigurður Bragason, Baldur Gíslason, Ólöf Jóna Friðriksdóttir, Anna Kristín Guðnadóttir, Guðný Jóna Valgeirsdóttir, Örn Ingólfsson og Andri Johnsen,“ hélt Haukur áfram. Aðspurður um hvaða þýðingu það hefur að verða Íslandsmeistari þá svaraði Haukur því til að „þetta sé auðvitað eitthvað sem alla dreymir um, að vera meistari, að skrifa nafn sitt á blað með mönnum eins og Árna Kóps[syni], Gísla G[unnari Jóssyni] og Halla P [Haraldi Péturssyni], sem voru fyrirmyndirnar í gamla daga.“ Titlinum fagnað. „Ég fer á Hellu með engar væntingar og ætlaði bara að keyra með og sjá hvernig gengi. Það stendur upp úr á tímabilinu að mæta með allt þetta nýtt og vita ekkert og svo vinna bara. Vélin sem var sett í var um 100 kg. þyngri en sú sem bræddi úr sér. Sú gamla fékk vissulega millihedd og fleira frá þeirri nýju, enda mikið betri búnaður,“ sagði Haukur um bakslagið. Hann bætti við að nýi mótorinn sé farinn út í upptöku og er væntanlegur fyrir næsta tímabil. Þá er stefnan að vera kominn með hana fyrr og prófa betur áður en tímabilið hefst. En það eru 26 ár síðan svokallaður Big Block mótor var notaður til að vinna Íslandsmeistaratitill. Síðastur til að gera það var Halli P árið 1996. Flestir hafa undanfarið notast við LS Small Block vélar, sem eru léttari. „Ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir styrktaraðilana okkar, Gastec, AB Varahlutir, Arctic Trucks, Motul á Íslandi, Hljóð-X, Merkiverk og KG-Fiskverkun. Engin væri að keppa í torfæru ef ekki væri fyrir þessi fyrirtæki,“ sagði Haukur. Haukur og Hekla á flugi. Að lokum spurði blaðamaður, hvað væri framundan. Næsta keppni er í Bandaríkjunum í október, í Bikini Bottoms. Þangað eru 16 íslenskir bílar að fara keppni. Ég stefni svo að því að verja titilinn á næsta ári.“ Alls kepptu 22 ökumenn í Íslandsmótinu í torfæru í flokki sérútbúinna. Alls voru eknar sex keppnir en upphaflega stóð til að aka sjö. Keppni sem átti að vera í Hafnarfirði í maí var blásin af. Sérútbúnir götubílar Fjórir ökumenn keppti í flokki sérútbúinna götubíla en þar voru einungis eknar tvær keppnir, báðar á Akureyri um helgina. Óskar Jónsson vann báðar keppnir og varð þar með hlutskarpastur í Íslandsmótinu en Steingrímur Bjarnason og Bjarki Reynisson urðu jafnir í öðru og þriðja sæti. Steingrímur varð annar í fyrri keppninni og Bjarki þriðji en þeir snéru taflinu svo við í annarri keppninni. Jónas Karl Sigurðsson varð fjórði í báðum keppnum. Í greininni hér að neðan má sjá Hauk sýna mögnuð óvænt tilþrif á Heklunni árið 2019:
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Haukur Viðar á Heklunni vann tvöfalt en bilun í nýja mótornum Sindra torfæran fórm fram á Hellu síðustu helgi þar sem eknar voru tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins í torfæru. Fyrri umferðin á laugardag og seinni á sunnudag. Vel var mætt í brekkurnar báða daga og mikið var um tilþrif. Haukur Viðar Einarsson á Heklu gerði sér lítið fyrir og vann báða dagana og er þar af leiðandi kominn með gott forskot í Íslandsmótinu þar sem eknar verða fimm keppnir í viðbót. 12. maí 2022 07:00 Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana. 6. maí 2022 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Haukur Viðar á Heklunni vann tvöfalt en bilun í nýja mótornum Sindra torfæran fórm fram á Hellu síðustu helgi þar sem eknar voru tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins í torfæru. Fyrri umferðin á laugardag og seinni á sunnudag. Vel var mætt í brekkurnar báða daga og mikið var um tilþrif. Haukur Viðar Einarsson á Heklu gerði sér lítið fyrir og vann báða dagana og er þar af leiðandi kominn með gott forskot í Íslandsmótinu þar sem eknar verða fimm keppnir í viðbót. 12. maí 2022 07:00
Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana. 6. maí 2022 07:00