Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 15:28 Prófessor í eldfjallafræði telur skjálftahrinuna enn frekari staðfestingu á því að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesi. vísir/Egill Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira