Luke Donald verður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 20:00 Luke Donald mun gegna stöðu fyrirliða Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum. Mike Ehrmann/Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum í golfi eftir að Svíinn Henrik Stenson missti stöðuna í kjölfar þess að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Svíinn missti stöðu sína sem fyrirliði eftir að hafa skrifað undir 40 milljón punda samning við LIV-mótaröðina, aðeins 127 dögum eftir að hann var útnefndur fyrirliði. Donald, fyrrum efsti maður heimslistans í golfi, mun því freista þess að leiða evrópska liðið til sigurs á ný í Ryder-bikarnum í Róm á næsta ári. Hann hefur sjálfur tekið þátt í mótinu fjórum sinnum og alltaf hefur evrópska liðið unnið með hann innanborðs. So excited and truly honoured to be named European Ryder Cup Captain, I’m really looking forward to the next 14 months & getting my team ready for Rome. pic.twitter.com/KnqaLxpfL1— Luke Donald (@LukeDonald) August 1, 2022 Donald var meðal þeirra sem nefndur var til sögunnar til að taka við fyrirliðastöðunni áður en Stenson var síðan útnefndur fyrirliði. Hann verður fyrsti enski fyrirliði evrópska liðsins síðan Sir Nick Faldo gengdi stöðunni árið 2008, en þá mátti evrópska liðið þola tap. Ryder-bikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Svíinn missti stöðu sína sem fyrirliði eftir að hafa skrifað undir 40 milljón punda samning við LIV-mótaröðina, aðeins 127 dögum eftir að hann var útnefndur fyrirliði. Donald, fyrrum efsti maður heimslistans í golfi, mun því freista þess að leiða evrópska liðið til sigurs á ný í Ryder-bikarnum í Róm á næsta ári. Hann hefur sjálfur tekið þátt í mótinu fjórum sinnum og alltaf hefur evrópska liðið unnið með hann innanborðs. So excited and truly honoured to be named European Ryder Cup Captain, I’m really looking forward to the next 14 months & getting my team ready for Rome. pic.twitter.com/KnqaLxpfL1— Luke Donald (@LukeDonald) August 1, 2022 Donald var meðal þeirra sem nefndur var til sögunnar til að taka við fyrirliðastöðunni áður en Stenson var síðan útnefndur fyrirliði. Hann verður fyrsti enski fyrirliði evrópska liðsins síðan Sir Nick Faldo gengdi stöðunni árið 2008, en þá mátti evrópska liðið þola tap.
Ryder-bikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira