Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. ágúst 2022 14:01 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. Grindvíkingar virðast vera orðnir öllu vanir eftir langt tímabil af skjálftum en skjálftarnir sem nú mælast eru stærri en oft áður. Erla Ósk Pétursdóttir, íbúi í Grindavík, segir erfitt að venjast því. „Krakkarnir verða alltaf pínu skelkaðir og dýrin líka, en við bara tökum þessu einn dag í einu. Þessi skjálfti í gær var náttúrulega rosalega stór, þetta var svona stærsti sem ég hef fundið, þó það hafi verið af nógu að taka og það svona gerði mann aðeins órólegan,“ segir Erla. Erla Ósk Pétursdóttir býr í Grindavík en hún segir skjálftann í gær hafa verið þann öflugasta til þessa. Mynd/Einkasafn Hún segir mynd hafa brotnað og að hlutir hafi hrunið úr hillum í stóra skjálftanum en ekki mikið fleira. Þá bendir hún á að Grindvíkingar séu undirbúnir fyrir reglulega skjálfta. „Húsin eru bara þannig núna að það er ekkert mikið sem getur dottið á fólk í svefni eða neitt svona,“ segir Erla og bætir við að húsin sjálf séu sterk. „Við erum bara þakklát fyrir að vera með sterk hús, það er það sem við segjum, og krakkarnir eru rosalega ánægð með það, hvað við erum örugg samt.“ „Ég held að við séum alveg komin á það núna að það má bara fara að gjósa og hætta að hristast,“ segir Erla létt í bragði. Vel fylgst með stöðunni Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að skemmdir vegna skjálftans í gær hafi verið smávægilegar og engar upplýsingar séu um slys á fólki, sem sé fyrir öllu. Afveitulögn fór í sundur milli Svartsengis og Grindavíkurbæjar í gær og var því kaldavatnslaust í gærkvöldi en viðgerðum lauk í nótt. Hann tekur undir það að skjálftinn hafi verið kröftugur. „Skjálfti sem er yfir fimm að stærð, hann er auðvitað bara talsvert öflugur og hann var nú bara rétt við bæjarmörkin hjá okkur auk þess, þannig að það er upplifun fólks hér að þetta hafi verið sterkasti skjálftinn til þessa í þessum hrinum sem að hafa staðið yfir svona með hléum í tvö og hálft ár,“ segir Fannar. Einhverjir séu skelkaðir í bænum vegna skjálftanna en hann ítrekar að flestir séu vel undirbúnir. „Auðvitað er þetta bara mjög óþægileg tilfinning að þetta sé að taka sig upp, við höfðum gjarnan viljað vera laus við þetta en svona er nú bara staðan,“ segir hann. Almannavarnarnefnd fundar ásamt stórum hóp nú í hádeginu til þess að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.. „Viðbragðsáætlanir eru í sjálfu sér allar til og við erum reynslunni ríkari en engu að síður þá vilja menn bara fara yfir hlutina eins og þeir eru, við fáum líka upplýsingar frá vísindasamfélaginu. Þannig við erum bara að reyna að undirbúa okkur sem best og afla okkur sem bestrar vitneskju,“ segir Fannar. „Það er fylgst með þessu og við látum vita ef að eitthvað fer að gerast meira heldur en nú er orðið. Þannig við bíðum átekta en erum bara í viðbragðsstöðu,“ segir hann enn fremur. Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Sjá meira
Grindvíkingar virðast vera orðnir öllu vanir eftir langt tímabil af skjálftum en skjálftarnir sem nú mælast eru stærri en oft áður. Erla Ósk Pétursdóttir, íbúi í Grindavík, segir erfitt að venjast því. „Krakkarnir verða alltaf pínu skelkaðir og dýrin líka, en við bara tökum þessu einn dag í einu. Þessi skjálfti í gær var náttúrulega rosalega stór, þetta var svona stærsti sem ég hef fundið, þó það hafi verið af nógu að taka og það svona gerði mann aðeins órólegan,“ segir Erla. Erla Ósk Pétursdóttir býr í Grindavík en hún segir skjálftann í gær hafa verið þann öflugasta til þessa. Mynd/Einkasafn Hún segir mynd hafa brotnað og að hlutir hafi hrunið úr hillum í stóra skjálftanum en ekki mikið fleira. Þá bendir hún á að Grindvíkingar séu undirbúnir fyrir reglulega skjálfta. „Húsin eru bara þannig núna að það er ekkert mikið sem getur dottið á fólk í svefni eða neitt svona,“ segir Erla og bætir við að húsin sjálf séu sterk. „Við erum bara þakklát fyrir að vera með sterk hús, það er það sem við segjum, og krakkarnir eru rosalega ánægð með það, hvað við erum örugg samt.“ „Ég held að við séum alveg komin á það núna að það má bara fara að gjósa og hætta að hristast,“ segir Erla létt í bragði. Vel fylgst með stöðunni Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að skemmdir vegna skjálftans í gær hafi verið smávægilegar og engar upplýsingar séu um slys á fólki, sem sé fyrir öllu. Afveitulögn fór í sundur milli Svartsengis og Grindavíkurbæjar í gær og var því kaldavatnslaust í gærkvöldi en viðgerðum lauk í nótt. Hann tekur undir það að skjálftinn hafi verið kröftugur. „Skjálfti sem er yfir fimm að stærð, hann er auðvitað bara talsvert öflugur og hann var nú bara rétt við bæjarmörkin hjá okkur auk þess, þannig að það er upplifun fólks hér að þetta hafi verið sterkasti skjálftinn til þessa í þessum hrinum sem að hafa staðið yfir svona með hléum í tvö og hálft ár,“ segir Fannar. Einhverjir séu skelkaðir í bænum vegna skjálftanna en hann ítrekar að flestir séu vel undirbúnir. „Auðvitað er þetta bara mjög óþægileg tilfinning að þetta sé að taka sig upp, við höfðum gjarnan viljað vera laus við þetta en svona er nú bara staðan,“ segir hann. Almannavarnarnefnd fundar ásamt stórum hóp nú í hádeginu til þess að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.. „Viðbragðsáætlanir eru í sjálfu sér allar til og við erum reynslunni ríkari en engu að síður þá vilja menn bara fara yfir hlutina eins og þeir eru, við fáum líka upplýsingar frá vísindasamfélaginu. Þannig við erum bara að reyna að undirbúa okkur sem best og afla okkur sem bestrar vitneskju,“ segir Fannar. „Það er fylgst með þessu og við látum vita ef að eitthvað fer að gerast meira heldur en nú er orðið. Þannig við bíðum átekta en erum bara í viðbragðsstöðu,“ segir hann enn fremur.
Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Sjá meira
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56
Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22