Grindvíkingar séu tilbúnir Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2022 22:56 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir bæjarbúa tilbúna með allar viðbragðsáætlanir. Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41
Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22