Grindvíkingar séu tilbúnir Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2022 22:56 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir bæjarbúa tilbúna með allar viðbragðsáætlanir. Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41
Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22