Lífið

Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr

Elísabet Hanna skrifar
Feðgarnir Hafsteinn og Sæmundur njóta þess að vera saman á Þjóðhátíð.
Feðgarnir Hafsteinn og Sæmundur njóta þess að vera saman á Þjóðhátíð. Elísabet Hanna

Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 

Sæmundur Daníel Hafsteinsson sonur hans er að upplifa sína fyrstu Þjóðhátíð og er spenntastur fyrir trommaranum Birgi Nielssen. Faðir hans er þó spenntastur fyrir Heberti Guðmundssyni sem er að koma fram í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í ár.

Klippa: Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr

Aðspurður hvaða minnigar standa uppi frá fyrri hátíðum þarf Hafsteinn ekki að að leita langt: „Ætli það hafi ekki verið svona tilhugalífið með eiginkonunni,“ segir Hafsteinn og brosir við tilhugunina um ástina að kvikna. 


Tengdar fréttir

Missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana, Jordan og Magic

Sigmar Þröstur Óskarsson hefur alltaf mætt á Þjóðhátíð nema árið 1992 þegar hann missti af hátíðinni því sem hann var staddur í Barcelona að keppa á Ólympíuleikunum. Þar hitti hann Michael Jordan og Magic Johnson.

„Yfirleitt klárast hann“

Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka.

„Alltaf síðan ég fæddist“

Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.