Fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum var Allen búinn að ákveða að það yrði hans seinasta keppni í grindahlaupi. Hann flaug í gegnum undanriðlana og ætlaði sér stóra hluti í úrslitahlaupinu.
Hann var fékk hins vegar ekki að hlaupa úrslitahlaupið þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta, ef þjófstart má kalla, eins og lesa má um í greininni hér fyrir neðan.
Þessi bandaríski fyrrum spretthlaupari ætlar nú að reyna fyrir sér í NFL-deildinni. Hann æfir nú með Philadelphia Eagles í von um að komast í liðið fyrir tímabilið sem hefst þann 8. september.
Allen er enginn byrjandi í íþróttinni því hann lék amerískan fótbolta í háskóla. Hann mætti á svokallaðan „Pro day“ í vor þar sem liðum gefst tækifæri á að skoða vongóða leikmenn sem vonast til að komast í lið. Eftir að Allen hljóp 40 metra sprett á 4,35 sekúndum bauð Philadelphia Eagles honum þriggja ára samning sem hann svo skrifaði undir.
Philadelphia-liðið gæti því verið komið með ágætis leynivopn í vopnabúr sitt - spretthlaupara sem þrisvar sinnum hefur orðið landsmeistari og hefur í tvígang tekið þátt á Ólympíuleikunum. Tími hans í amerískum fótbolta í háskóla var heldur ekki slæmur. Sem útherji greip Allen 41 sendingu fyrir 684 jördum á sínu fyrsta ári.