Fín veiði í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2022 11:35 Ísarr Edwinsson og rígvænn urriði úr Veiðivötnum Mynd: Edwin Árnason Veiðin í Veiðivötnum er búin að vera fín í sumar og flest það veiðifólk sem fer upp eftir er að koma heim vel hlaðið af fallegum silung. Mesta veiðin er í Litlasjó en þar hafa veiðst 2.621 urriði sem er meira en á sama tíma í fyrra. Meðalþyngd er rétt um kíló en það er fanta góður matfiskur. Mokveiði er á bleikju í Snjóölduvatni eins og venjulega en þar hafa veiðst 2.364 bleikjur og 48 urriðar. Þessi tvö vötn eru lang aflahæst í vötnunum á þessu tímabili. Næsti vötn þar á eftir eru Hraunvötnin með 1.114 urriða veidda, Nýjavatn með 1.167 fiska, Stóa Fossvatn með 938 fiska og Skyggnisvatn með 903 fiska. Mesta meðalþyngd úr vötnunum er úr Pyttlum en 2,86 pund er meðalþyngd úr þeim en aðeins hafa veiðst 65 fiskar í vatninu en það á engu að síður einn af stærstu fiskunum úr vötnunum í sumar sem var 10 punda urriði. Tveir stærstu í sumar eru 10,6 pund úr Breiðavatni og 10,4 pund úr Hraunvötnum. Grænavatn á sem fyrr fulltrúa í flokknum yfir stærstu urriðana með einn 10 punda. Heildalistinn er á www.veidivotn.is Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Mesta veiðin er í Litlasjó en þar hafa veiðst 2.621 urriði sem er meira en á sama tíma í fyrra. Meðalþyngd er rétt um kíló en það er fanta góður matfiskur. Mokveiði er á bleikju í Snjóölduvatni eins og venjulega en þar hafa veiðst 2.364 bleikjur og 48 urriðar. Þessi tvö vötn eru lang aflahæst í vötnunum á þessu tímabili. Næsti vötn þar á eftir eru Hraunvötnin með 1.114 urriða veidda, Nýjavatn með 1.167 fiska, Stóa Fossvatn með 938 fiska og Skyggnisvatn með 903 fiska. Mesta meðalþyngd úr vötnunum er úr Pyttlum en 2,86 pund er meðalþyngd úr þeim en aðeins hafa veiðst 65 fiskar í vatninu en það á engu að síður einn af stærstu fiskunum úr vötnunum í sumar sem var 10 punda urriði. Tveir stærstu í sumar eru 10,6 pund úr Breiðavatni og 10,4 pund úr Hraunvötnum. Grænavatn á sem fyrr fulltrúa í flokknum yfir stærstu urriðana með einn 10 punda. Heildalistinn er á www.veidivotn.is
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði