Búist við áframhaldandi landrisi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2022 12:00 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar. „Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“ Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur. Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála. „Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“ Nokkrar sviðsmyndir Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Tengdar fréttir Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar. „Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“ Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur. Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála. „Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“ Nokkrar sviðsmyndir Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Tengdar fréttir Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43
Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02